Innlent

21 sjálfstæðismaður vill ræða stjórnarskrárfrumvarpið

Sjálfstæðismennirnir Sturla Böðvarsson og Birgir Ármannsson.
Sjálfstæðismennirnir Sturla Böðvarsson og Birgir Ármannsson.
Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni er enn til umræðu á Alþingi en þingfundur hófst klukkan 11 í morgun. Málið var rætt fram yfir miðnætti í gær og lauk þingfundi ekki fyrir enn á þriðja tímanum í nótt. 21 sjálfstæðismaður auk Kristins H. Gunnarssonar eru nú á mælendaskrá og bíða þess að taka til máls.

Þingmennirnir Birgir Ármannsson, Sturla Böðvarsson og Pétur Blöndal gerðu athugasemd við fundarstjórn Þurríðar Backman, varaforseta, á tíunda tímanum í kvöld.

Birgir ítrekaði kröfu þingflokks Sjálfstæðisflokksins að stjórnarskrárfrumvarpið yrði tekið af dagskrá um stund og önnur brýnni og mikilvægari mál yrðu tekin til umræðu.

Sturla tók undir með Birgi og sagði ennfremur: „Það blasti algjörlega við í sjónvarpinu í kvöld þegar að stjornmálaforingjarnir ræddu saman að úrræðaleysi forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar er þvílíkt að þingið verður koma til skjalanna og koma í veg fyrir frekari úrræðaleysi og stjórnaleysi hér á Íslandi."

Stjórnarskrárfrumvarpið kveður meðal annars á um að stjórnlagaþing verði sett á laggirnar. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðareign á auðlindum verði bætt við stjórnarskránna.

Önnur umræða um frumvarpið hófst eftir að það var var afgreitt úr sérnefnd um stjórnarskrármál á Alþingi á miðvikudaginn með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðismenn leggjast alfarið gegn þremur af fjórum breytingum í stjórnlagafrumvarpinu sem fjórir flokkar á Alþingi standa á bakvið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×