Lífið

Verið inni í skápnum

Rupert Everett segir það hafa slæm áhrif á feril leikara komi þeir út úr skápnum.
Rupert Everett segir það hafa slæm áhrif á feril leikara komi þeir út úr skápnum.

Leikarinn Rupert Everett hvetur unga, samkynhneigða leikara til að halda sig inni í skápnum. Hinn fimmtugi leikari heldur því fram að það hafi eyðilagt frama hans að koma út úr skápnum því síðan þá hafi hann aðeins fengið aukahlutverk í kvikmyndum og aldrei aðalhlutverkið.

„Það er ekki ráðlegt. Þetta er aldrei auðvelt og ég mundi aldrei ráðleggja neinum leikara að koma út úr skápnum. Staðreyndin er einfaldlega sú að það gengur ekki upp að vera ungur samkynhneigður leikari sem ætlar sér að komast áfram í kvikmyndaiðnaðinum.“ Þrátt fyrir þessi orð segist Everett trúa því að hann sé hamingjusamari en þær stórstjörnur sem enn húka inni í skápnum af ótta við að missa vinnuna.

„Ég held að ég sé líklega hamingjusamari en þeir. Ég er ekki jafn ríkur en ég get þó verið ég sjálfur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.