Enski boltinn

Nani fór úr axlarlið og verður lengi frá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nani er úr leik í bili hjá Manchester United.
Nani er úr leik í bili hjá Manchester United. Mynd/AFP

Portúgalinn Nani verður ekki með Manchester United í næstu leikjum eftir að hann fór úr axlarlið í seinni hálfeik á móti Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Nani hafði byrjað leikinn vel komið United í 1-0.

„Hann verður lengi frá. Við höfðum áhyggjur af honum af því að við gátum ekki kippt honum aftur í liðinn," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.

Nani meiddist eftir um klukkutíma leik eftir að hann lenti illa eftir að hafa lent í tæklingu við John Terry, fyrirliða Chelsea










Fleiri fréttir

Sjá meira


×