Innlent

Prests- og djáknavígsla í Dómkirkjunni

Sér Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands.
Sér Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands.

Biskup Íslands vígir cand. theol. Ástu Ingibjörgu Pétursdóttur, sem skipuð hefur verið sóknarprestur í Bíldudals- og Táknafjarðarprestakalli, Vestfjarðarprófastsdæmi og Gunnar Einar Steingrímsson, sem kallaður hefur verið til djáknaþjónustu í Grafarvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra í Dómkirkjunn í dag.

Vígsluvottar verða:

Sr. Agnes Sigurðardóttir, prófastur, sem lýsir vígslu, sr. Sveinn Valgeirsson, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, sr. Vigfús Þór Árnason og Magnea Sverrisdóttir, djákni.

Sr. Hjálmar Jónsson Dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H Friðrikssonar, Dómorganista.

Athöfnin hefst klukkan 14.00 og er öllum opin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×