Fótbolti

Garðar ekki með gegn Makedóníu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Garðar Jóhannsson verður ekki með íslenska landsliðinu á morgun.
Garðar Jóhannsson verður ekki með íslenska landsliðinu á morgun. Mynd/Scanpix

Garðar Jóhannsson náði ekki að hrista af sér þau meiðsli sem hafa verið að angra hann og verður hann því ekki með íslenska landsliðinu gegn Makedóníu ytra á morgun.

Leikurinn er liður í undankeppni HM 2010 en Ísland tapaði fyrir Hollandi, 2-1, um helgina. Garðar var valinn í hópinn fyrir þessi tvö verkefni en ákveðið var að hvíla hann nú um helgina í þeirri von að hann myndi ná sér fyrir morgundaginn.

„Það er núna alveg ljóst að hann getur ekki spilað með okkur," sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi í dag.

Þeir Stefán Gíslason og Emil Hallfreðsson hafa einnig átt við meiðsli að stríða en verða klárir fyrir morgundaginn.

„Emil komst í gegnum æfinguna í dag vandræðalaust og Stefán komst í gegnum ákveðna hlaupaáætlun sem lögð var fyrir hann. Hann verður því orðinn klár á morgun."

Leikurinn hefst klukkan 15.45 á morgun og verður lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×