Enski boltinn

Heskey: Villa á heima í hópi fjögurra efstu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emile Heskey í leiknum í gær.
Emile Heskey í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images

Emile Heskey segir að Aston Villa eigi heima í hópi fjögurra bestu liða Englands og tryggja sér þannig keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð.

Heskey er nýkominn til félagsins frá Wigan og tryggði Villa 1-0 sigur á Portsmouth í gær í sínum fyrsta leik með félaginu.

„Það verður alls ekki auðvelt að brjóta sér leið í hóp fjögurra bestu en það er það sem öll lið vilja gera - vonandi getum við gert það," sagði Heskey. „Við erum ekki langt frá því og erum með marga mjög sterka leikmenn."

„Við erum líka með marga góða unga leikmenn. Þeir eiga eftir að stíga fram í sviðsljósið og standa sig."

Aston Villa er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 47 stig, jafn mörg og Liverpool en þau eru þremur stigum á eftir toppliði Manchester United.

Chelsea er svo í fjórða sæti með 45 stig og Arsenal í því fimmta með 41. Aston Villa hefur þó leikið einum leik meira en hin fjögur liðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×