Enski boltinn

Fimmta jafntefli City í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez hefur ekki skorað í deildarleik síðan í september.
Carlos Tevez hefur ekki skorað í deildarleik síðan í september. Nordic Photos / Getty Images
Manchester City gerði sitt fimmta jafntefli í röð í ensku úrvalsdeildinni, að þessu sinni á heimavelli gegn Burnley, 3-3.

Burnley komst reyndar 2-0 yfir í leiknum en City náði að komast 3-2 yfir snemma í síðari hálfleik.

Heimamenn virtust vera með leikinn í höndum sér er varamaðurinn Kevin McDonald jafnaði metin undir lok leiksins með skoti af stuttu færi eftir laglega sókn.

Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður í liði Burnley í síðari hálfleik.

Grétar Rafn Steinsson kom einnig inn á sem varamaður í liði Bolton sem tapaði stórt fyrir Aston Villa á útivelli, 5-1.

City datt niður í sjötta sæti deildarinnar þar sem að Tottenham og Aston Villa unnu sína leiki.

Tottenham vann 2-0 sigur á Sunderland og er í fjórða sæti með 22 stig. Aston Villa er í fimmta sæti með 21 stig en City er með 20 stig.

Darren Bent, sóknarmaður Sunderland, mætti í dag sínum gömlu félögum í Tottenham en hann misnotaði víti í leiknum þegar staðan var 1-0 fyrir Tottenham.

Portsmouth er enn í neðsta sæti deildarinnar eftir að liðið tapaði fyrir Blackburn á útivelli, 3-1, eftir að hafa komist 1-0 yfir snemma í leiknum. Hermann Hreiðarsson lék ekki með Portsmouth vegna meiðsla.

Manchester City - Burnley 3-3

0-1 Graham Alexander, víti (19.)

0-2 Steven Fletcher (32.)

1-2 Shaun Wright-Phillips (43.)

2-2 Kolo Toure (55.)

3-2 Craig Bellamy (58.)

3-3 Kevin McDonald (87.)

Blackburn - Portsmouth 3-1

0-1 Jamie O'Hara (16.)

1-1 Jason Roberts (53.)

2-1 Ryan Nelsen (73.)

3-1 Jason Roberts (86.)

Aston Villa - Bolton 5-1

1-0 Ashley Young (5.)

2-0 Gabriel Agbonlahor (43.)

2-1 Johan Elmander (45.)

3-1 John Carew (53.)

4-1 James Milner (72.)

5-1 Carlos Cuellar (76.)

Tottenham - Sunderland 2-0

1-0 Robbie Keane (12.)

2-0 Tom Huddlestone (68.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×