Enski boltinn

Tímabilið sennilega búið hjá Davis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sean Davis lék með Portsmouth á síðasta tímabili en fór til Bolton í sumar.
Sean Davis lék með Portsmouth á síðasta tímabili en fór til Bolton í sumar. Nordic Photos / Getty Images

Allar líkur eru á því að Sean Davis spili ekkert meira með Bolton á tímabilinu þar sem hann er með slitið krossband.

Davis var á bekknum hjá Bolton um helgina þar sem hann var slæmur í hnénu. Forráðamenn Bolton óttuðust það versta og í ljós kom að hann þurfti að fara í aðgerð.

Þetta er vitanlega mikið áfall fyrir Gary Megson og hans menn hjá Bolton.

„Við viljum ekki gefa upp hvað þetta gæti tekið hugsanlega langan tíma því Sean mun fá allan þann tíma sem hann þarf. Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði fyrir Sean og okkur hina. En svona lagað gerist og við verðum bara að halda áfram."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×