Enski boltinn

Manchester United hætt við að kaupa "Litla Kaka"

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adem Ljajic í leik með Partizan Belgrad.
Adem Ljajic í leik með Partizan Belgrad. Mynd/AFP

Manchester United hefur ákveðið að hætta við að kaupa hinn 18 ára Adem Ljajic frá Partizan Belgrad en kaupin voru tengd því þegar Manchester keypti Zoran Tosic frá Partizan fyrir ári síðan.

Það hefur gengið illa hjá Tosic að komast í United-liðið og nú er ljóst að landi hans kemur ekki á Old Trafford.

Adem Ljajic fékk nafnið "Litli Kaka" í heimalandi sínu og mikið var fjallað um það þegar United ætlaði að fá hann til Old Trafford.

Ljajic hefur hinsvegar ekki náð að standa undir væntingunum heima fyrir og United nýtti sér "klásu" í samningnum eftir að hafa fylgst vel með honum undanfarna tólf mánuði.

Niðurstaðan er örugglega gríðarleg vonbrigði fyrir Adem Ljajic sem var kallaður bjartasta von Serba á heimasíðu United fyrir ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×