Enski boltinn

Wenger: Jack Wilshere er eins og ungur Wayne Rooney

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Wilshere fagnar marki sínu á móti Rangers.
Jack Wilshere fagnar marki sínu á móti Rangers. Mynd/AFP

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur líkt hæfileikum Jack Wilshere við þá hjá ungum Wayne Rooney en Wenger hefur jafnframt varað stuðningsmenn liðsins við að búast við of miklu of fljótt af hinum 17 ára gamla Wilshere.

Jack Wilshere lék mjög vel með Arsenal-liðinu í Emirates-bikarnum, var maður leiksins í báðum leikjunum og skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á skosku meisturunum í Rangers í úrslitaleiknum.

„Hann minnir mig á Rooney þegar hann var að byrja og sérstaklega hvað varðar sjálfstraust og trúna á að sækja á vörnina. Hann á enn eftir að læra mikið um liðsheild og samskipti við aðra leikmenn en hann hefur margt gott til að byggja á," sagði Wenger.

„Það má samt ekki gera hann að stjörnu áður en hann stendur undir því. Það er oft erfiðast að stjórna væntingum til leikmanna," sagði Wenger.

Wayne Rooney var tímabilið 2002 til 2003 á sama aldri og Wilshere er nú. Rooney skoraði þá 6 mörk í 33 leikjum fyrir Everton þar á meðal sigurmark á móti Arsenal sem var fyrsta tap lærisveina Wengers í 30 leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×