Enski boltinn

Sir Alex Ferguson: Erfitt að komast í hóp þeirra fjögurra efstu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Ferguson missti Carlos Tevez yfir til Manchester City.
Alex Ferguson missti Carlos Tevez yfir til Manchester City. Mynd/AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það verði erfitt fyrir Manchester City liðið að komast í hóp fjögurra efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að nágrannarnir hafi eytt miklum peningum í að styrkja liðið sitt.

„Það er mjög erfitt fyrir hvaða lið sem er er að komast í hóp fjögurra efstu liðanna þar sem öll liðin þar eru mjög sterk og hafa mikinn stöðugleika," sagði Sir Alex Ferguson.

„Undanfarin ár hafa þessi fjögur lið komist ítrekað í undanúrslit og úrslitaleiki í Evrópukeppnunum og hafa sýnt með því styrkleika sinn og stöðugleika," sagði Ferguson.

„Það vita allir af styrkleika ensku deildarinnar og þá að einhverjir séu að tala um að Barcelona og Real Madrid muni ríkja að nýju þá leyfi ég mér að efast um það," sagði Sir Alex.

Manchester City hefur keypt menn eins og Kolo Toure, Emmanuel Adebayor, Carlos Tevez, Roque Santa Cruz og Gareth Barry.

„Við í United, Liverpool, Chelsea og Arsenal munum allir fylgjast vel með hvernig þetta gengur hjá þeim. Á sama tíma og þeir hafa eytt gríðarlega miklum peningum hafa öll þessi lið verið róleg á markaðnum. Það verður því mjög fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur til með að spilast á þessu tímabili," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×