Enski boltinn

Gutierrez vill fara frá Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gutierrez kemur inn á sem varamaður fyrir Owen á síðasta tímabili.
Gutierrez kemur inn á sem varamaður fyrir Owen á síðasta tímabili. Nordic Photos / Getty Images

Jonas Gutierrez hefur sagt að hann vilji fara frá Newcastle áður en félagaskiptaglugginn lokar um næstu mánaðamót.

Newcastle hefur misst marga leikmenn síðan að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og útlit fyrir að Gutierrez bætist í hóp manna eins og Michael Owen, Habib Beye, Sebastien Bassong, Obafemi Martins og David Edgar.

Hann hefur þegar verið orðaður við Villarreal, Real Zaragoza, Roma og Olympiakos. Hann er Argentínumaður og vill auka líkurnar á að hann geti spilað með landsliðinu á HM næsta sumar.

„Ég vil fara frá Newcastle og finna mér félag sem getur veitt mér það tækifæri að berjast fyrir sæti í landsliðinu," sagði hann í samtali við enska fjölmiðla. „Ég trúi því að ef ég spila vel í Meistaradeildinni þá muni Diego Maradona (landsliðsþjálfari) skoða mig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×