Margt hefur áunnist með Schengen-aðild 3. nóvember 2009 06:00 Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar embættis Ríkislögreglustjóra, telur úrsögn úr Schengen-samstarfinu ekki leysa þann vanda sem afbrot útlendinga á Íslandi er. Upptaka landamæraeftirlits í stað Schengen-aðildar væri skref aftur á bak. Hann bendir á að margt hafi unnist með aðild, helst þó aðgangur lögreglu að alþjóðlegum gagnagrunnum sem sé hrein bylting. Með honum hafi lögreglan til að mynda fundið eftirlýsta glæpamenn sem ella hefði ekki orðið. Félagsmenn í Lögreglufélagi Vestfjarða ályktuðu á dögunum á þann veg að Ísland eigi að hætta þátttöku í Schengen og taka í staðinn upp vegabréfaeftirlit eins og tíðkaðist áður. Sagði Gylfi Þór Gíslason, formaður félagsins, í samtali við Fréttablaðið á laugardag að Schengen-aðild hefði ekki gefið góða raun. Fólk sem hingað komi í þeim tilgangi að fremja afbrot eigi greiða leið inn í landið. Einsýnt væri að með sjálfstæðu og öflugu landamæraeftirliti yrði hægt að stöðva talsvert af því fólki sem kemur til landsins til að fremja glæpi. Sú skipulagða glæpastarfsemi sem talin er hafa skotið hér rótum kunni að hafa gert það í skjóli frjálsrar farar fólks innan Schengen-svæðisins. Smári Sigurðsson bendir á að frjáls för sé ekki bundin við Schengen-svæðið. Hún hafi verið innleidd í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið auk þess sem hún hafi viðgengist á Norðurlöndunum í áratugi á grundvelli sérstaks samnings. Frjáls för fólks verði ekki stöðvuð nema Ísland segi sig úr margháttuðu samstarfi við aðrar þjóðir. Þá segir Smári að engin leið sé að skoða feril allra ferðamanna sem leggi leið sína til landsins og þaðan af síður að sigta þá út sem líklegir séu til að fremja afbrot. Efast hann að auki um að Íslendingar séu reiðubúnir til að standa í löngum biðröðum eftir vegabréfaskoðun í flughöfnunum í útlöndum, til að mynda í Kaupmannahöfn. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar embættis Ríkislögreglustjóra, telur úrsögn úr Schengen-samstarfinu ekki leysa þann vanda sem afbrot útlendinga á Íslandi er. Upptaka landamæraeftirlits í stað Schengen-aðildar væri skref aftur á bak. Hann bendir á að margt hafi unnist með aðild, helst þó aðgangur lögreglu að alþjóðlegum gagnagrunnum sem sé hrein bylting. Með honum hafi lögreglan til að mynda fundið eftirlýsta glæpamenn sem ella hefði ekki orðið. Félagsmenn í Lögreglufélagi Vestfjarða ályktuðu á dögunum á þann veg að Ísland eigi að hætta þátttöku í Schengen og taka í staðinn upp vegabréfaeftirlit eins og tíðkaðist áður. Sagði Gylfi Þór Gíslason, formaður félagsins, í samtali við Fréttablaðið á laugardag að Schengen-aðild hefði ekki gefið góða raun. Fólk sem hingað komi í þeim tilgangi að fremja afbrot eigi greiða leið inn í landið. Einsýnt væri að með sjálfstæðu og öflugu landamæraeftirliti yrði hægt að stöðva talsvert af því fólki sem kemur til landsins til að fremja glæpi. Sú skipulagða glæpastarfsemi sem talin er hafa skotið hér rótum kunni að hafa gert það í skjóli frjálsrar farar fólks innan Schengen-svæðisins. Smári Sigurðsson bendir á að frjáls för sé ekki bundin við Schengen-svæðið. Hún hafi verið innleidd í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið auk þess sem hún hafi viðgengist á Norðurlöndunum í áratugi á grundvelli sérstaks samnings. Frjáls för fólks verði ekki stöðvuð nema Ísland segi sig úr margháttuðu samstarfi við aðrar þjóðir. Þá segir Smári að engin leið sé að skoða feril allra ferðamanna sem leggi leið sína til landsins og þaðan af síður að sigta þá út sem líklegir séu til að fremja afbrot. Efast hann að auki um að Íslendingar séu reiðubúnir til að standa í löngum biðröðum eftir vegabréfaskoðun í flughöfnunum í útlöndum, til að mynda í Kaupmannahöfn. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira