Enski boltinn

Fortune valdi Celtic í stað Hull

Ómar Þorgeirsson skrifar
Marc-Antoine Fortune í leik með WBA á síðustu leiktíð.
Marc-Antoine Fortune í leik með WBA á síðustu leiktíð. Nordic photos/AFP

Framherjinn Marc-Antoine Fortune, samherji Veigars Páls Gunnarssonar hjá Nancy, hefur ákveðið að ganga í raðir Glasgow Celtic en enska úrvalsdeildarfélagið Hull var einnig á höttunum eftir leikmanninum.

Samkvæmt Sky Sports fréttastofunni mun Celtic greiða 3,8 milljónir fyrir kappann en hjá skoska félaginu hittir Fortune fyrir knattspyrnustjórann Tony Mowbray sem stýrði WBA á síðasta tímabili, þar sem Fortune lék sem lánsmaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×