Enski boltinn

Elm ákveður sig á næstu dögum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rasmus Elm.
Rasmus Elm. Nordic photos/AFP

Sænski U-21 árs landsliðsmaðurinn Rasmus Elm hjá Kalmar er afar eftirsóttur og hefur verið orðaður við félög á borð við Liverpool, Everton, Manchester City og Valencia en hann hefur verið að skoða aðstæður hjá nokkrum ónefndum félögum upp á síðkastið.

Hinn 21 árs gamli miðjumaður mun skoða tvö aðstæður hjá tveimur félögum í viðbót á fimmtudag og föstudag áður en hann tekur endanlega ákvörðun um framtíð sína samkvæmt heimildum Sportbladet.

„Ég ætla að sjá til þess að ég muni taka réttu ákvörðunina fyrir mig og ég er sannfærður um að ég muni gera það á endanum," segir Elm við Sportbladet.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×