Innlent

Gætu endað í 10 ára fangelsi

Tíu ára fangelsisvist gæti beðið íslenska parsins sem setið hefur í gæsluvarðhaldi á Spáni síðan fyrir jól. Þau voru tekin með ferðatöskur fullar af kókaíni á flugvellinum í Madríd.

Parið er rúmlega tvítugt, annað þeirra er fætt 1990, hitt 1991. Þau voru að koma frá Perú, þegar þau voru handtekinn á Baraja flugvellinum í Madríd. Að sögn fréttaritara sjónvarpsins á Spáni voru þau með 4 kíló af kókaíni í fórum sínum.

Þau voru úrskurðuð í gæsluvarðhald og munu að líkindum þurfa að sitja fangelsi fram að réttarhöldum. Þungur dómur bíður íslendinganna ef marka má ræðismanninn í Madríd.

Að hans sögn gæti dómurinn orðið meira en 10 ára fangelsisvist.

Parið er ekki vistað í sama fangelsinu. Konan er í Soto Del Real fangelsinu sem er skammt frá Madríd en aðstæður þar þykja ágætar.

„Já þær eru ágætar."

Ræðismaðurinn heimsótti konunna á jóladag en hann segir líðan hennar eftir atvikum

Parið hefur samkvæmt heimildum fréttastofu komið við sögu lögreglunnar hér á landi vegna fíkniefnmála aldrei þó vegna innflutnings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×