Fótbolti

Reiknað með að miðarnir klárist í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins.
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Mynd/Daníel

Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, reiknar með því að það seljist upp í dag á landsleik Íslands og Hollands sem fer fram á morgun.

Alls eru 9800 sæti á Laugardalsvellinum og sagði Þórir að um 3-400 miðar væru enn í sölu.

„Þeim fer fækkandi með hverjum klukkutíma. Við teljum að miðarnir seljist upp í dag," sagði Þórir.

Holland er nú í öðru sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins enda er liðið skipað mörgum stórstjörnum úr mörgum af sterkustu liðum heims.

Ísland þarf þau nauðsynlega á stigi að halda í leiknum til að eiga möguleika á að ná í annað sæti riðilsins og þar með tækifærið til að komast í umspil um laust sæti á HM í Suður-Afríku á næsta ári.

Hollendingum dugir hins vegar sigur í leiknum á morgun til að tryggja sér farseðilinn til Suður-Afríku þó svo að nóg sé eftir af undankeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×