Enski boltinn

Sir Alex Ferguson: Þetta atvik kostaði okkur leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það ætlaði allt að sjóða upp úr á milli þeirra Michael Ballack og  Patrice Evra.
Það ætlaði allt að sjóða upp úr á milli þeirra Michael Ballack og Patrice Evra. Mynd/AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri United var mjög ósáttur með dómarann í seinna markinu hjá Chelsea í leik liðanna um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Chelsea vann leikinn 4-1 í vítakeppni eftir 2-2 jafntefli í leiknum sjálfum.

Atvikið sem gerði stjóra Manchester United svona reiðann var þegar Michael Ballack keyrði niður Patrice Evra og Chelsea skoraði á meðan Frakkinn lá emjandi í grasinu.

„Dómarinn sá greinilega brotið þegar Ballack fór með olnbogann í Evra. Ég er mjög vonsvikinn því dómarinn stoppaði leikinn tvisvar áður þegar hann hélt að alvarlega meiðsli voru að ræða. Þetta atvik kostaði okkur leikinn og við erum mjög grátt svæði í fótboltanum, hvenær á að stoppa leikinn og hvenær ekki," sagði Ferguson.

Ferguson var hinsvegar sáttur með leik sinna manna. „Við áttum að verjast betur í jöfnunarmarkinu og svo átti annað markið aldrei að vera dæmt gilt. Þeir náðu völdum í leiknum eftir að þeir skoruðu þannig að það var mjög gott að ná að jafna leikinn í lokinn," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×