Enski boltinn

Van Persie ekki á förum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Robin Van Persie.
Robin Van Persie. Nordic Photos / Getty Images

Hollendingurinn Robin Van Persie segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé á förum frá Arsenal. Hann segist vilja vera áfram hjá félaginu.

Hann hefur samt ekki enn skrifað undir nýjan samning við Lundúnaliðið þó svo hann hafi verið í samningaviðræðum svo mánuðum skipti.

Man. Utd hefur verið orðað við Persie en það þætti tíðindi til næsta bæjar ef hann yrði seldur til United.

„Ég er ekki í viðræðum við neitt annað félag en Arsenal. Ég vil verða besti leikmaður heims. Ferillinn minn verður ekki farsæll fyrr en ég tel mig verða orðinn þann besta í heiminum. Allt annað er ekki nóg," sagði Persie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×