Enski boltinn

Senderos að nálgast Everton - Moyes vill fleiri leikmenn

Ómar Þorgeirsson skrifar
David Moyes.
David Moyes. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn David Moyes hjá Everton viðurkennir að hann hefði viljað vera búinn að fá nýja leikmenn til félagsins í sumar en hann hefur þess í stað eytt mestu púðri í að halda Joleon Lescott og Louis Saha hjá félaginu.

Everton lét þá Andy van der Meyde, Lars Jacobson og Nuno Valente fara frá félaginu en hefur ekki fengið neina leikmenn í þeirra stað.

Everton hefur þó lagt fram kauptilboð í varnarmanninn Philippe Senderos hjá Arsenal og Moyes er bjartsýnn á að eitthvað fari að gerast í þeim málum.

„Kauptilboðið í Senderos er búið að liggja á borðinu hjá Arsenal í nokkurn tíma núna og ég er vongóður um að eitthvað fari að þokast í því máli.

Við erum annars með mjög gott lið en við erum ekki með nógu breiðan hóp sem stendur og vonumst til þess að fá fleiri leikmenn til félagsins áður en félagsskiptaglugganum lokar," segir Moyes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×