Fótbolti

Peter Reid hættur að þjálfa taílenska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Reid vildi snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.
Peter Reid vildi snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Mynd/AFP

Peter Reid hefur náð samkomulagi við taílenska knattspyrnusambandið um að hætta að þjálfa taílenska landsliðið. Reid vildi sinn starfinu ásamt því að vera aðstoðarstjóri Stoke City en Taílendingarnir vildu ekki að hann væri landsliðsþjálfari í "aukastarfi".

„Við höfum ákveðið að rifta samningnum við Peter Reid," sagði Worawi Makudi, forseti taílenska knattspyrnusambandsins, í viðtali við Reuters.

„Hann vildi vinna í ensku úrvalsdeildinni á sama tíma og hann þjálfaði landsliðið en við sögðum að það gengi ekki upp. Það væri ómögulegt að sinna báðum þessum störfum í einu," sagði Worawi Makudi.

Peter Reid hefur gert góða hluti með taílenska landsliðið og verður því örugglega sárt saknað. Hann gerði fjögurra ára samning í september 2008 með það markmið að komast á HM 2014. Liðið var búið að vinna 9 af 17 leikjum undir hans stjórn og aðeins 4 leikjanna höfðu tapast.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×