Innlent

Traðkað á Arion-merkinu í Landsbankanum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Merki Arion banka, áður Nýja-Kaupþings, virðist hafa verið tekið upp úr gólfi aðalútibús Landsbankans. Guðjón Samúelsson, arkitekt og fyrrum húsameistari ríkisins, teiknaði húsið.

Á föstudaginn var nafni Nýja-Kaupþings breytt í Arion banka. Nafnabreytingin var tilkynnt starfsfólki með nokkurri viðhöfn svo og nýtt merki bankans kynnt.

Arion banki er hins vegar ekki fyrsti bankinn hér á landi til að nota þetta merki. Það var til að mynda notað í bæklingi sem Landsbankinn gerði snemma á síðasta áratug. Það kemur kannski ekki á óvart að Landsbankinn hafi notað merki þar sem gólf aðalútibús Landsbankans í Austurstræti er sett saman úr því.

Guðjón Samúelsson fyrrum húsameistari ríkisins er arkitekt hússins en það var endurbyggt snemma á síðustu öld eftir stórbruna í miðbæ Reykjavíkur.

Íslenska auglýsingastofan sá um að hanna merkið fyrir Arionbanka. Þar á bæ segja menn merkið byggja á ævafornu munstri sem nefnist áttablaðarós og hafi lengi verið algengt í íslenskum hannyrðum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×