Enski boltinn

Rooney segir Owen eiga afturkvæmt í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Owen í leik með Manchester United.
Michael Owen í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Wayne Rooney, liðsfélagi Michael Owen hjá Manchester United, telur að Owen eigi möguleika á því að vinna sér aftur sæti í enska landsliðinu.

Owen var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleik Englands gegn Hollandi.

„Þetta er af augljósum ástæðum undir landsliðsþjálfaranum komið en Owen hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu. Ég er viss um að ef hann heldur sínu striki verður hann valinn aftur í landsliðið áður en langt um líður."

Sjálfur segist Owen vongóður. „Ég hef verið í úrtakshópnum nokkrum sinnum en auðvitað vil ég komast í aðalhópinn. Ég hef notið mín vel hjá United það sem af er og hvorki misst af æfingu né leik," sagði Owen sem gekk til liðs við United í sumar frá Newcastle.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×