Enski boltinn

Framtíð Shearer ræðst fyrir helgi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alan Shearer.
Alan Shearer. Nordic Photos/Getty Images

Alan Shearer segir að það muni ráðast fyrir helgi hvort að hann verði áfram framkvæmdastjóri hjá Newcastle eður ei.

Shearer hefur verið í viðræðum við Mike Ashley, eiganda félagsins, allt frá því að liðið féll úr úrvalsdeildinni.

Sögusagnir hafa verið um háar launakröfur hans ásamt því að hann vilji láta til sín taka á leikmannamarkaðnum. Shearer hafnar öllu slíku og segist vilja horfa fram á veginn á skynsaman hátt með hag félagsins fyrir brjósti.

Upprunalega sagði Shearer að hann vildi aðeins þjálfa Newcastle út leiktíðina en það hefur greinilega eitthvað breyst á þeim tíma síðan hann tók við.

Stuðningsmenn félagsins vilja flestir að hann taki að sér það verkefni að koma liðinu aftur upp í úrvalsdeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×