Segja fáránlegt að skera niður sjúkraflutninga 20. janúar 2009 05:00 Byggðalögin á Þórshöfn og Bakkafirði tilheyra sveitarfélaginu Langanesbyggð sem nær yfir 1.332 ferkílómetra. MYND/Fréttablaðið/gva „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og teljum þetta skerðingu á grunnþjónustu sem ekki má minnka frá því sem fyrir er,“ segir Siggeir Stefánsson, oddviti sveitarstjórnar Langanesbyggðar, um skerta þjónustu á svæði heilsugæslunnar á Þórshöfn. Hreppsnefnd Langanesbyggðar lýsir í bókun sinni áhyggjum af stefnu í rekstri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga en heilbrigðisþjónusta í Langanesbyggð heyrir undir þá stofnun. Í bókuninni segir hreppsnefndin niðurfellingu bakvaktar sjúkraflutningamanna, frá og með síðustu áramótum, nýlegt dæmi um skerta þjónustu á svæði heilsugæslunnar. Þá skorar hreppsnefndin á yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga að taka þá ákvörðun þegar til endurskoðunar. Íbúar í Langanesbyggð voru 511 talsins 1. desember síðastliðinn og hafði þeim þá fjölgað um 32 á einu ári. Siggeir segir tvo menn hafa séð um sjúkraflutninga enda þurfi tvo menn á hvern sjúkrabíl. „Okkur finnst þetta náttúrulega algerlega fáránlegt því þessi bíll er búinn að bjarga mörgum mannslífum,“ segir Siggeir. Á Þórshöfn er heilsugæslustöð og þar starfa einn læknir og einn hjúkrunarfræðingur. Þurfi sjúklingar á frekari læknisþjónustu að halda þurfa þeir að fara um 200 kílómetra leið til Húsavíkur eða um 300 kílómetra til Akureyrar. Siggeir segir því ljóst að um langan veg sé að fara, ekki síst í ljósi þess að oft liggi líf við. Hreppsnefndin fundaði með stjórn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga í síðustu viku þar sem sjónarmiðum hreppsnefndarmanna var komið á framfæri. Siggeir segir enga sérstaka niðurstöðu af fundinum, aðra en þá að menn ætli sér að skoða málið. Í dag er því aðeins einn sjúkraflutningamaður á vakt í Langanesbyggð og þarf hann að treysta á að einhver geti komist með honum í útköll. „Það er þá happa og glappa hvort einhver hæfur getur komist með honum í útköll,“ segir Siggeir og bætir við að svo geti farið að allir hæfir menn séu í burtu þegar á þarf að halda. Hann segir alla þjónustu nú þegar í lágmarki. „Hér er einn læknir og einn hjúkrunarfræðingur og það er ekki hægt að spara meira. Við viljum bara hafa þessa hluti í lagi því þetta eru ekki réttu störfin til að skera niður,“ segir Siggeir. olav@frettabladid.is Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og teljum þetta skerðingu á grunnþjónustu sem ekki má minnka frá því sem fyrir er,“ segir Siggeir Stefánsson, oddviti sveitarstjórnar Langanesbyggðar, um skerta þjónustu á svæði heilsugæslunnar á Þórshöfn. Hreppsnefnd Langanesbyggðar lýsir í bókun sinni áhyggjum af stefnu í rekstri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga en heilbrigðisþjónusta í Langanesbyggð heyrir undir þá stofnun. Í bókuninni segir hreppsnefndin niðurfellingu bakvaktar sjúkraflutningamanna, frá og með síðustu áramótum, nýlegt dæmi um skerta þjónustu á svæði heilsugæslunnar. Þá skorar hreppsnefndin á yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga að taka þá ákvörðun þegar til endurskoðunar. Íbúar í Langanesbyggð voru 511 talsins 1. desember síðastliðinn og hafði þeim þá fjölgað um 32 á einu ári. Siggeir segir tvo menn hafa séð um sjúkraflutninga enda þurfi tvo menn á hvern sjúkrabíl. „Okkur finnst þetta náttúrulega algerlega fáránlegt því þessi bíll er búinn að bjarga mörgum mannslífum,“ segir Siggeir. Á Þórshöfn er heilsugæslustöð og þar starfa einn læknir og einn hjúkrunarfræðingur. Þurfi sjúklingar á frekari læknisþjónustu að halda þurfa þeir að fara um 200 kílómetra leið til Húsavíkur eða um 300 kílómetra til Akureyrar. Siggeir segir því ljóst að um langan veg sé að fara, ekki síst í ljósi þess að oft liggi líf við. Hreppsnefndin fundaði með stjórn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga í síðustu viku þar sem sjónarmiðum hreppsnefndarmanna var komið á framfæri. Siggeir segir enga sérstaka niðurstöðu af fundinum, aðra en þá að menn ætli sér að skoða málið. Í dag er því aðeins einn sjúkraflutningamaður á vakt í Langanesbyggð og þarf hann að treysta á að einhver geti komist með honum í útköll. „Það er þá happa og glappa hvort einhver hæfur getur komist með honum í útköll,“ segir Siggeir og bætir við að svo geti farið að allir hæfir menn séu í burtu þegar á þarf að halda. Hann segir alla þjónustu nú þegar í lágmarki. „Hér er einn læknir og einn hjúkrunarfræðingur og það er ekki hægt að spara meira. Við viljum bara hafa þessa hluti í lagi því þetta eru ekki réttu störfin til að skera niður,“ segir Siggeir. olav@frettabladid.is
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira