Fótbolti

Hearts sló Celtic úr deildabikarnum

Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts. Nordic Photos / Getty Images

Hearts vann í kvöld 1-0 sigur á Celtic í fjórðungsúrslitum skosku deildabikarkeppninnar. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu.

Eggert Gunnþór Jónsson kom inn á sem varamaður í hálfleik og átti ríkan þátt í sigurmarki sinna manna. Hann átti hættulega sendingu inn í teig Celtic en brotið var á Christian Nade þegar hann reyndi að ná til boltans.

Michael Stewart skoraði úr vítinu og þar við sat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×