Enski boltinn

Alex McLeish: Þurfti að líta tvisvar á stigatöfluna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex McLeish, stjóri Birmingham,
Alex McLeish, stjóri Birmingham, Mynd/AFP
Alex McLeish, stjóri Birmingham, var í skýjunum eftir fimmta sigur liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni. Birmingham vann 2-1 heimasigur á Blackburn þar sem Cameron Jerome skoraði bæði mörkin, eitt í upphafi hvors hálfleiks.

„Ég er svo stoltur af mínum leikmönnum því það er stórkostlegur árangur hjá þeim að vinna fimm leiki í röð," sagði Alex McLeish eftir leikinn.

„Ég þurfti að líta tvisvar á stigatöfluna til þess að trúa því að við værum komnir upp í sjötta sætið. Við erum stoltir af stöðu liðsins í dag og ég tel að við höfum unnið fyrir því að vera svona ofarlega. Ég held að við höfum ekki verið að fara þetta á heppni," sagði Alex McLeish.

Birmingham setti nýtt félagsmet með því að vinna fimmta leikinn í röð en liðið hefur unnið Fulham (1-0), Wolves (1-0), Wigan (3-2), West Ham (1-0 og Blackburn (2-1) í einum rykk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×