Enski boltinn

Aston Villa að ganga frá kaupum á Beye

Ómar Þorgeirsson skrifar
Habib Beye í baráttunni við Scott Sinclair í leik Newcastle og Chelsea.
Habib Beye í baráttunni við Scott Sinclair í leik Newcastle og Chelsea. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er Aston Villa búið að ná samkomulagi við Newcastle vegna varnarmannsins Habib Beye og hefur leikmaðurinn þegar skrifað undir þriggja ára samning við Beye.

Hull var einnig talið hafa náð samkomulagi við Newcastle en leikmaðurinn hefur frekar valið Villa Park í stað KC leikvanginn en kaupverðið liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Knattspyrnustjórinn Martin O'Neill hjá Aston Villa hefur verið að leita eftir varnarmanni til þess að fylla skarð Martin Laursen sem lagði skóna á hilluna og Beye virðist vera sá leikmaður.

Beye getur spilað sem bakvörður eða miðvörður og býður upp á ýmsa möguleika fyrir Aston Villa fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×