Fótbolti

Bjarni Ólafur: Ætlum til Makedóníu til að ná í þrjú stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni Ólafur Eiríksson í leiknum í gær.
Bjarni Ólafur Eiríksson í leiknum í gær. Mynd/Vilhelm
Landsliðsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson var harðákveðinn því að berjast fyrir sigri í Makedóníu á miðvikudaginn þrátt fyrir tap fyrir Hollandi í gær, 2-1.

Þetta sagði hann eftir leikinn í gær en Bjarni Ólafur lék á vinstri kantinum og komst vel frá sínu í leiknum, þá sérstaklega í síðari hálfleik. Fáir leikmenn íslenska landsliðsins náðu sér vel á strik í þeim fyrri.

„Við vorum mikið að elta þá í fyrri hálfleik og öll orkan fór í að reyna að stoppa þá. Við gerðum svo ákveðnar breytingar á okkar leik í hálfleik sem mér fannst virka vel. Kannski að þeir slökuðu eitthvað á en það sem við gerðum virkaði alla vega betur."

Hann segir að það jákvæða við síðari hálfleikinn muni fylgja liðinu út til Makedóníu. „Það var auðvitað djöfulli svekkjandi að fá þessi mörk á okkur en ég trúi ekki öðru en að menn ætli sér að leggja allt í sölurnar til að ná þremur stigum í Makedóníu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×