Enski boltinn

Woodgate missir af upphafi tímabilsins með Tottenham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jonathan Woodgate.
Jonathan Woodgate. Nordic photos/AFP

Varnarmaðurinn meiðslumhrjáði Jonathan Woodgate hjá Tottenham hefur farið í uppskurð á nára í von um að binda endi á meiðsli sem hafa verið að plaga hann í allt sumar.

Woodgate átti við svipuð meiðsli að etja á síðustu leiktíð og fór því til sérfræðings í Bandaríkjunum til þess að fá bót meina sinna. Talið er næsta víst að Woodgate missi af fyrstu leikjum Tottenham í deildinni en félagið hefur ekki staðfest hvenær hann sé væntanlega klár í slaginn að nýju.

Tíðindin eru áfall fyrir knattspyrnustjórann Harry Redknapp sem verður einnig án Michael Dawson fram í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×