Enski boltinn

Chelsea ekki á eftir Aguero

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sergio Aguero.
Sergio Aguero. Nordic Photos / AFP

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að það sé ekki á dagskránni hjá Chelsea að kaupa Argentínumanninn Sergio Aguero frá Atletico Madrid þó svo fjölmiðlar segi annað.

Það er reyndar ekki möguleiki eins og staðan er í dag enda má Chelsea ekki versla í næstu tveim gluggum. Félagið vonast þó til þess að fá þeim úrskurði hnekkt.

„Miðað við aldur er Aguero einn heitasti gæðaleikmaðurinn í heiminum. Hann er afar ungur, er frábær framherji með gríðarlega hæfileika," sagði Ancelotti.

„Öll stór félögin eru að fylgjast með þessum strák. Við erum aftur á móti ekki í neinum kauphugleiðingum í augnablikinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×