Enski boltinn

Allardyce gefst upp á Davies

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Davies, leikmaður Bolton.
Kevin Davies, leikmaður Bolton. Nordic Photos / Getty Images

Sam Allardyce hefur greint frá því að Blackburn hafi spurst fyrir um Kevin Davies, leikmann Bolton, nú í síðustu viku.

Allardyce er stjóri Blackburn en þjálfaði Davies þegar þeir voru saman hjá Bolton. Hann sagði að John Williams, stjórnarformaður Blackburn, hafi spurts fyrir um Davies en fengið að vita að hann væri ekki til sölu.

„Það er ekki hægt að fá Davies og þar með er þessu máli lokið hvað mig varðar," sagði Allardyce í samtali við enska fjölmiðla.

Blackburn er einnig sagt hafa áhuga á Kevin Doyle, leikmanni Reading, sem hefur þó sjálfur áhuga á að fara til Sunderland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×