Enski boltinn

Arsenal tapaði 2-0 fyrir Valencia í æfingaleik á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Markaskorarar Valencia, David Villa og Michel, fagna marki þess fyrrnefnda í gær.
Markaskorarar Valencia, David Villa og Michel, fagna marki þess fyrrnefnda í gær. Mynd/AFP

Arsenal tapaði 2-0 fyrir spænska liðinu Valencia í gær en liðin mættust á Mestalla, heimavelli Valencia. Bæði mörk spænska liðsins komu á síðustu fimmtán mínútum leiksins.

Michel skoraði fyrra mark Valencia á 75. mínútu og David Villa bætti við öðru marki í uppbótartíma. David Villa hafði áður látið Lukasz Fabianski verja frá sér vítaspyrnu í stöðunni 0-0.

Þetta var síðasti æfingaleikur Arsenal á undirbúningstímabilinu og jafnframt fyrsti tapleikurinn. Fyrir leikinn talaði Arsene Wenger um að byrjunarliðið í þessum leik gæfi skýr skilaboð um hvernig liðið yrði í frysta leik tímabilsins á móti Everton um næstu helgi.

Byrjunarlið Arsenal var þannig skipað: Manuel Almunia, Emmanuel Eboue, William Gallas, Johan Djourou, Gael Clichy

Alex Song, Abou Diaby, Andrey Arshavin, Cesc Fabregas, Nicklas Bendtner og Robin Van Persie.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×