Enski boltinn

Sakar Wenger um barnaþrælkun

Arsene Wenger
Arsene Wenger Nordic Photos/Getty Images

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, segir að umsvif Arsene Wenger hjá Arsenal á leikmannamarkaðnum séu ekkert annað en barnaþrælkun.

Wenger knattspyrnustjóri hefur þótt hafa gott nef fyrir ungum hæfileikamönnum sem hann hefur fengið til Arsenal og gert að stjörnum. Rummenigge hefur annað orð yfir þessa hæfileika Frakkans.

"Wenger semur við leikmenn hægri vinstri frá Frakklandi og víðar. Við verðum að sjá til þess að þessari barnaþrælkun ljúki. Það er ekki langt frá lagi að kalla þetta mannrán," sagði Rummenigge og tók miðjumanninn Cesc Fabregas sem dæmi í þessu sambandi.

"Fabregas er besta dæmið um þetta. Hann samdi við Arsenal þegar hann var hjá Barcelona aðeins 15 ára gamall, rétt áður en hann hafði aldur til að semja við Barcelona," sagði Rummenigge í samtali við Bild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×