Enski boltinn: Milljónalið City byrjaði á sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. ágúst 2009 16:37 Emmanuel Adebayor fagnar marki sínu með City í dag. Nordic Photos / Getty Images Emmanuel Adebayor var ekki lengi að láta til sín taka hjá milljónaliði Manchester City sem vann 2-0 sigur á Blackburn á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Alls fóru sex leikir fram klukkan 14.00 í dag. Adebayor skoraði eftir einungis þriggja mínútna leik og Stephen Ireland skoraði síðara mark leiksins í uppbótartíma. Shay Given átti góðan leik í marki City og varði oft vel frá heimamönnum. Robinho komst einnig nálægt því að skora fyrir City.Blackburn - Manchester City: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Darren Bent var einnig að spila með nýju félagi í dag, rétt eins og Adebayor, og skoraði hann eina mark Sunderland í 1-0 útivallarsigri á Bolton. Markið skoraði hann strax á fimmtu mínútu með skalla. Sunderland var með mikla yfirburði í leiknum og hefði Bent þess vegna getað skorað þrennu í fyrri hálfleik. Bolton spilaði betur í síðari hálfleik en þeim fyrri en allt kom fyrir ekki. Sean Davis fékk frábært færi til að jafna metin í uppbótartíma en Marton Fulop varði glæsilega frá honum. Grétar Rafn Steinsson var ekki í leikmannahópi Bolton í dag.Bolton - Sunderland: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Stoke vann 2-0 sigur á nýliðum Burnley á heimavelli. Þetta var fyrsti leikur Burnley í efstu deild í 33 ár en Ryan Shawcross kom Stoke yfir með skalla eftir aukaspyrnu Liam Lawrence. Stephen Jordan varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 33. mínútu leiksins er hann stýrði löngu innkasti frá Rory Delap í eigið net. Jóhannes Karl Guðjónsson var allan leikinn á varamannabekk Burnley.Stoke - Burnley: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Hermann Hreiðarsson er meiddur og kom ekkert við sögu er lið hans, Portsmouth, tapaði 1-0 fyrir Fulham á heimavelli. Bobby Zamora skoraði eina mark leiksins á 13. mínútu eftir að skot Clint Dempsey fór af honum og í markið. Portsmouth var ekki að spila illa en leikmenn liðsins náðu ekki að koma boltanum framhjá Mark Schwarzer, góðum markverði Fulham. West Ham vann góðan 2-0 sigur á öðrum nýliðum, Wolves, á útivelli. Mark Noble kom liðinu yfir í fyrri hálfleik og Matthew Upson bætti við öðru með skalla í síðari hálfleik. Sylvain Ebanks-Blake fór svo meiddur af velli seint í leiknum þegar að Wolves var búið að nota allar sínar skiptingar. Wolves - West Ham: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Þá vann Wigan góðan og heldur óvæntan sigur á Aston Villa á útivelli, 2-0. Hugo Rodallega skoraði glæsilegt mark en skömmu áður hafði Charles N'Zogbia átt skot í stöngina á marki heimamanna. Jason Koumas skoraði svo síðara mark gestanna en leikmenn Aston Villa voru langt frá sínu besta og púuðu stuðningsmenn þeirra á þá í leikslok. Wigan þar með sinn fyrsta alvöru leik undir stjórn Roberto Martinez, knattspyrnustjóra. Aston Villa - Wigan: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Emmanuel Adebayor var ekki lengi að láta til sín taka hjá milljónaliði Manchester City sem vann 2-0 sigur á Blackburn á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Alls fóru sex leikir fram klukkan 14.00 í dag. Adebayor skoraði eftir einungis þriggja mínútna leik og Stephen Ireland skoraði síðara mark leiksins í uppbótartíma. Shay Given átti góðan leik í marki City og varði oft vel frá heimamönnum. Robinho komst einnig nálægt því að skora fyrir City.Blackburn - Manchester City: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Darren Bent var einnig að spila með nýju félagi í dag, rétt eins og Adebayor, og skoraði hann eina mark Sunderland í 1-0 útivallarsigri á Bolton. Markið skoraði hann strax á fimmtu mínútu með skalla. Sunderland var með mikla yfirburði í leiknum og hefði Bent þess vegna getað skorað þrennu í fyrri hálfleik. Bolton spilaði betur í síðari hálfleik en þeim fyrri en allt kom fyrir ekki. Sean Davis fékk frábært færi til að jafna metin í uppbótartíma en Marton Fulop varði glæsilega frá honum. Grétar Rafn Steinsson var ekki í leikmannahópi Bolton í dag.Bolton - Sunderland: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Stoke vann 2-0 sigur á nýliðum Burnley á heimavelli. Þetta var fyrsti leikur Burnley í efstu deild í 33 ár en Ryan Shawcross kom Stoke yfir með skalla eftir aukaspyrnu Liam Lawrence. Stephen Jordan varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 33. mínútu leiksins er hann stýrði löngu innkasti frá Rory Delap í eigið net. Jóhannes Karl Guðjónsson var allan leikinn á varamannabekk Burnley.Stoke - Burnley: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Hermann Hreiðarsson er meiddur og kom ekkert við sögu er lið hans, Portsmouth, tapaði 1-0 fyrir Fulham á heimavelli. Bobby Zamora skoraði eina mark leiksins á 13. mínútu eftir að skot Clint Dempsey fór af honum og í markið. Portsmouth var ekki að spila illa en leikmenn liðsins náðu ekki að koma boltanum framhjá Mark Schwarzer, góðum markverði Fulham. West Ham vann góðan 2-0 sigur á öðrum nýliðum, Wolves, á útivelli. Mark Noble kom liðinu yfir í fyrri hálfleik og Matthew Upson bætti við öðru með skalla í síðari hálfleik. Sylvain Ebanks-Blake fór svo meiddur af velli seint í leiknum þegar að Wolves var búið að nota allar sínar skiptingar. Wolves - West Ham: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Þá vann Wigan góðan og heldur óvæntan sigur á Aston Villa á útivelli, 2-0. Hugo Rodallega skoraði glæsilegt mark en skömmu áður hafði Charles N'Zogbia átt skot í stöngina á marki heimamanna. Jason Koumas skoraði svo síðara mark gestanna en leikmenn Aston Villa voru langt frá sínu besta og púuðu stuðningsmenn þeirra á þá í leikslok. Wigan þar með sinn fyrsta alvöru leik undir stjórn Roberto Martinez, knattspyrnustjóra. Aston Villa - Wigan: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum.
Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira