Enski boltinn: Milljónalið City byrjaði á sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. ágúst 2009 16:37 Emmanuel Adebayor fagnar marki sínu með City í dag. Nordic Photos / Getty Images Emmanuel Adebayor var ekki lengi að láta til sín taka hjá milljónaliði Manchester City sem vann 2-0 sigur á Blackburn á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Alls fóru sex leikir fram klukkan 14.00 í dag. Adebayor skoraði eftir einungis þriggja mínútna leik og Stephen Ireland skoraði síðara mark leiksins í uppbótartíma. Shay Given átti góðan leik í marki City og varði oft vel frá heimamönnum. Robinho komst einnig nálægt því að skora fyrir City.Blackburn - Manchester City: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Darren Bent var einnig að spila með nýju félagi í dag, rétt eins og Adebayor, og skoraði hann eina mark Sunderland í 1-0 útivallarsigri á Bolton. Markið skoraði hann strax á fimmtu mínútu með skalla. Sunderland var með mikla yfirburði í leiknum og hefði Bent þess vegna getað skorað þrennu í fyrri hálfleik. Bolton spilaði betur í síðari hálfleik en þeim fyrri en allt kom fyrir ekki. Sean Davis fékk frábært færi til að jafna metin í uppbótartíma en Marton Fulop varði glæsilega frá honum. Grétar Rafn Steinsson var ekki í leikmannahópi Bolton í dag.Bolton - Sunderland: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Stoke vann 2-0 sigur á nýliðum Burnley á heimavelli. Þetta var fyrsti leikur Burnley í efstu deild í 33 ár en Ryan Shawcross kom Stoke yfir með skalla eftir aukaspyrnu Liam Lawrence. Stephen Jordan varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 33. mínútu leiksins er hann stýrði löngu innkasti frá Rory Delap í eigið net. Jóhannes Karl Guðjónsson var allan leikinn á varamannabekk Burnley.Stoke - Burnley: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Hermann Hreiðarsson er meiddur og kom ekkert við sögu er lið hans, Portsmouth, tapaði 1-0 fyrir Fulham á heimavelli. Bobby Zamora skoraði eina mark leiksins á 13. mínútu eftir að skot Clint Dempsey fór af honum og í markið. Portsmouth var ekki að spila illa en leikmenn liðsins náðu ekki að koma boltanum framhjá Mark Schwarzer, góðum markverði Fulham. West Ham vann góðan 2-0 sigur á öðrum nýliðum, Wolves, á útivelli. Mark Noble kom liðinu yfir í fyrri hálfleik og Matthew Upson bætti við öðru með skalla í síðari hálfleik. Sylvain Ebanks-Blake fór svo meiddur af velli seint í leiknum þegar að Wolves var búið að nota allar sínar skiptingar. Wolves - West Ham: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Þá vann Wigan góðan og heldur óvæntan sigur á Aston Villa á útivelli, 2-0. Hugo Rodallega skoraði glæsilegt mark en skömmu áður hafði Charles N'Zogbia átt skot í stöngina á marki heimamanna. Jason Koumas skoraði svo síðara mark gestanna en leikmenn Aston Villa voru langt frá sínu besta og púuðu stuðningsmenn þeirra á þá í leikslok. Wigan þar með sinn fyrsta alvöru leik undir stjórn Roberto Martinez, knattspyrnustjóra. Aston Villa - Wigan: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Emmanuel Adebayor var ekki lengi að láta til sín taka hjá milljónaliði Manchester City sem vann 2-0 sigur á Blackburn á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Alls fóru sex leikir fram klukkan 14.00 í dag. Adebayor skoraði eftir einungis þriggja mínútna leik og Stephen Ireland skoraði síðara mark leiksins í uppbótartíma. Shay Given átti góðan leik í marki City og varði oft vel frá heimamönnum. Robinho komst einnig nálægt því að skora fyrir City.Blackburn - Manchester City: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Darren Bent var einnig að spila með nýju félagi í dag, rétt eins og Adebayor, og skoraði hann eina mark Sunderland í 1-0 útivallarsigri á Bolton. Markið skoraði hann strax á fimmtu mínútu með skalla. Sunderland var með mikla yfirburði í leiknum og hefði Bent þess vegna getað skorað þrennu í fyrri hálfleik. Bolton spilaði betur í síðari hálfleik en þeim fyrri en allt kom fyrir ekki. Sean Davis fékk frábært færi til að jafna metin í uppbótartíma en Marton Fulop varði glæsilega frá honum. Grétar Rafn Steinsson var ekki í leikmannahópi Bolton í dag.Bolton - Sunderland: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Stoke vann 2-0 sigur á nýliðum Burnley á heimavelli. Þetta var fyrsti leikur Burnley í efstu deild í 33 ár en Ryan Shawcross kom Stoke yfir með skalla eftir aukaspyrnu Liam Lawrence. Stephen Jordan varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 33. mínútu leiksins er hann stýrði löngu innkasti frá Rory Delap í eigið net. Jóhannes Karl Guðjónsson var allan leikinn á varamannabekk Burnley.Stoke - Burnley: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Hermann Hreiðarsson er meiddur og kom ekkert við sögu er lið hans, Portsmouth, tapaði 1-0 fyrir Fulham á heimavelli. Bobby Zamora skoraði eina mark leiksins á 13. mínútu eftir að skot Clint Dempsey fór af honum og í markið. Portsmouth var ekki að spila illa en leikmenn liðsins náðu ekki að koma boltanum framhjá Mark Schwarzer, góðum markverði Fulham. West Ham vann góðan 2-0 sigur á öðrum nýliðum, Wolves, á útivelli. Mark Noble kom liðinu yfir í fyrri hálfleik og Matthew Upson bætti við öðru með skalla í síðari hálfleik. Sylvain Ebanks-Blake fór svo meiddur af velli seint í leiknum þegar að Wolves var búið að nota allar sínar skiptingar. Wolves - West Ham: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Þá vann Wigan góðan og heldur óvæntan sigur á Aston Villa á útivelli, 2-0. Hugo Rodallega skoraði glæsilegt mark en skömmu áður hafði Charles N'Zogbia átt skot í stöngina á marki heimamanna. Jason Koumas skoraði svo síðara mark gestanna en leikmenn Aston Villa voru langt frá sínu besta og púuðu stuðningsmenn þeirra á þá í leikslok. Wigan þar með sinn fyrsta alvöru leik undir stjórn Roberto Martinez, knattspyrnustjóra. Aston Villa - Wigan: Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum.
Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira