Enski boltinn

Terry hissa á fullyrðingum Makalele

Ómar Þorgeirsson skrifar
John Terry
John Terry Mynd/NordicphotosGetty

John Terry, fyrirliði Chelsea, skilur ekkert í fullyrðingum Claude Makalele í nýútkominni ævisögu miðjumannsins franska þar sem fram kemur að Teyrry hafi átt sök á því að José Mourinho var rekinn sem knattspyrnustjóri Chelsea á sínum tíma.

"Þetta er stórskrýtin fullyrðing hjá honum vegna þess að hann veit að það er ekki satt. Ég var einn af þeim þremur leikmönnum sem reyndum allt hvað við gátum til þess að koma í veg fyrir að hann myndi hætta. Ég, Frank Lampard og Didier Drogba hringdum m.a. í Roman Abramovich kvöldið sem við heyrðum fyrst frá því hvað var að gerast," segir Terry gáttaður á fyrrum liðsfélaga sínum.

Terry ítrekaði jafnfram að hann og Mourinho hafi spjallað saman og vissu báðir hvað væri rétt í þessu máli.

"Ég talaði við Mourinho á föstudaginn og við vorum báðir mjög hissa á þessum fullyrðingum Makalele. Við vitum báðir hið rétta í málinu og ég á örugglega eftir að heyra hljóðið í Makalele fyrr en síðar og spyrja hann hvað honum gekk eiginlega til með þessu," segir Terry í samtali við Sky Sports fréttastofuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×