Enski boltinn

Bruce að taka við Sunderland

Ómar Þorgeirsson skrifar
Steve Bruce
Steve Bruce Mynd/NordicphotosGetty

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Wigan er samkvæmt Sky Sports fréttastofunni rétt við það að taka við Sunderland eftir að félagið náði samkomulagi um bótagreiðslur til að leysa Bruce undan samningi sínum við Wigan.

Bruce hafði verið orðaður við starfið í þó nokkurn tíma en búist er við því að tilkynnt verði um ráðninguna í dag.

Dave Whelan, stjórnarformaður Wigan, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum í vikunni að Wigan hafi viljað þrjár milljónir punda fyrir Bruce en ekki er vitað hvort að Sunderland hafi gengið að þeirri kröfu hans.

Wigan var talið ætla að ráða Roberto Martinez, knattspyrnustjóra Swansea, í stað Bruce en Glasgow Celtic er einnig á höttunum eftir Martinez eftir að David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, neitaði að færa sig yfir á Parkhead-leikvanginn í Glasgow.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×