Enski boltinn

Ancelotti ráðinn sem knattspyrnustjóri Chelsea

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti
Carlo Ancelotti Mynd/NordicphotosGetty

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur tilkynnt að hinn ítalski Carlo Ancelotti verði nætsti knattspyrnustjóri félagsins. Ancelotti sem hætti í gær sem knattspyrnustjóri AC Milan eftir níu ár í starfi þar en hann lék einnig með félaginu á árunum 1987-1992.

Ancelotti skrifar undir þriggja ára samning við Lundúnafélagið en hann hafði verið orðaður við stjórastöðuna hjá Chelsea í langan tíma og ráðningin kom því fáum á óvart.

"Carlo stóð upp úr af þeim aðilum sem komu til greina í starfið. Hann hefur sýnt og sannað á ferli sínum sem knattspyrnustjóri að hann kann að byggja upp lið sem getur barist um alla stærstu titlana í deild og Meistaradeild," segir í tilkynningu frá Chelsea.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×