Fótbolti

Adriano skoraði í sínum fyrsta leik með Flamengo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adriano sést hér fagna marki sínu í fyrsta leiknum með Flamengo.
Adriano sést hér fagna marki sínu í fyrsta leiknum með Flamengo. Mynd/AFP

Brasilímaðurinn Adriano byrjaði vel hjá Flamengo en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-1 sigri á Atletico Paranaense á hinum fræga Maracana-velli í Rio de Janeiro í nótt.

Þetta var fyrsti leikur Adriano með Flamengo síðan að hann hætti skyndilega hjá ítalska liðinu Inter og snéri heim til Brasilíu.

Adriano skoraði markið sitt með skalla í byrjun seinni hálfleiks en áður hafði hann átt fyrirgjöf fyrir markið sem endaði með að einn leikmaður Atletico Paranaense sendi boltann í eigið mark.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×