Enski boltinn

City snýr athyglinni að Carles Puyol

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carles Puyol.
Carles Puyol. Nordic photos/AFP

Samkvæmt breskum fjölmiðlum munu forráðamenn Manchester City nú snúa athygli að Carles Puyol, varnarmanni og fyrirliða Barcelona, eftir að í ljós kom að ekkert verði að kaupum félagsins á John Terry.

Hinn 31 árs gamli Puyol hefur leikið allan sinn feril með Katalóníufélaginu en þetta verður ekki í fyrsta skiptið í sumar sem City reynir að fá leikmann Barcelona því enska félagið bauð ítrekað í framherjann Samuel Eto'o á dögunum.

Það er spurning hvort þeim gangi eitthvað betur í þetta skiptið?








Fleiri fréttir

Sjá meira


×