Enski boltinn

Deco og Carvalho ekki á leiðinni til Inter

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ricardo Carvalho.
Ricardo Carvalho. Nordic photos/AFP

Massimo Moratti, forseti Inter, á ekki von á því að félagið reyni að fá Chelsea leikmennina Deco og Ricardo Carvalho á San Siro en leikmennirnir hafa sterklega verið orðaðir við endurfundi við knattspyrnustjórann José Mourinho.

„Deco og Carvalho eru báðir sigurvegarar en ég held að við þurfum ekki á þeim að halda núna," sagði Moratti í samtali við Gazzetta dello Sport.

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea kvað framtíð leikmannanna hjá Lundúnafélaginu ekki vera ljósa að svo stöddu.

„Ef leikmenn vilja fara frá Chelsea þá munum við taka ákvörðun sem hentar bæði okkur og leikmanninum. Eins og staðan er núna eru Deco og Carvalho leikmenn Chelsea," sagði Ancelotti á blaðamannafundi í morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×