Enski boltinn

Obertan líklega á leiðinni til United

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gabriel Obertan.
Gabriel Obertan. Nordic photos/AFP

Jean-Louis Triaud, forseti Frakklandsmeistara Bordeaux, viðurkennir að vængmaðurinn efnilegi Gabriel Obertan sé væntanlega á förum frá félaginu í sumar og að Old Trafford sé líklegur áfangastaður U-21 árs landsiðsmannsins franska.

„Það eru miklar líkur á að gengið verði frá samningum á næstu dögum. Manchester United vill fá hann og við erum glaðir fyrir hans hönd að svo öflugt og mikilvægt félag vilji fá hann," segir Triaud í samtali við L'Equipe.

Arsenal, AC Milan og Inter voru einnig talin hafa áhuga á hinum tvítuga Obertan en ef marka má orð Triaud er United búið að vinna kapphlaupið um leikmanninn.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað forráðamenn United þurfa að borga til þess að tryggja sér þjónustu Obertan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×