Enski boltinn

Everton að ganga frá fyrstu kaupunum í sumar

Ómar Þorgeirsson skrifar
David Moyes.
David Moyes. Nordic photos/AFP

Samkvæmt Sky Sports fréttastofunni mun enska úrvalsdeildarfélagið Everton tilkynna um kaup á Bandaríkjamanninum Anton Peterlin síðar í dag en leikmaðurinn heillaði knattspyrnustjórann David Moyes á reynslutíma sínum hjá félaginu. Peterlin kemur frá bandaríska félaginu Ventura County Fusion.

„Anton heillaði bæði mig og þjálfarateymi mitt með óumdeilanlegum hæfileikum sínum og frábæru viðhorfi til fótboltans," segir Moyes.

Peterlin er fullur tilhlökkunar að takast á við ensku úrvalsdeildina.

„Ég veit ekki hversu oft kraftaverk eiga sér stað en ég ætla alla vega ekki að missa af þessu frábæra tækifæri. Ég naut mín mjög vel á reynslutímanum með Everton og það var frábært að spila við hlið manna á borð við Phil Neville, Tim Cahill og Tim Howard og ég hlakka til þess að gera meira af því," segir hinn 22 ára gamli Peterlin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×