Innlent

Sýknuð af ákæru um að falsa lyfseðil

Sunnlensk kona á fertugsaldri hefur verið sýknuð af ákæru um að hafa framvísað fölsuðum lyfseðli í verslun Lyf og Heilsu í Kringlunni í apríl í fyrra í því skyni að fá afhent svefnlyf. Konan játaði fyrir Héraðsdómi Suðurlands að hafa framvísað seðlinum en kvaðst ekki hafa vitað að hann væri falsaður.

Konan var hins vegar dæmd fyrir að hafa ekið bifreið í lok marsmánuðar sama árs þrátt fyrir að hún hafi verið ófær um að stjórna bifreiðinni örugglega vegna neyslu deyfandi lyfja. Konan var dæmd til að greiða 70 þúsund króna sekt og svipt ökuleyfi í þrjá mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×