Enski boltinn

Robin van Persie framlengir við Arsenal

Ómar Þorgeirsson skrifar
Robin van Persie í leik með Arsenal.
Robin van Persie í leik með Arsenal. Nordic photos/Getty images

Framherjinn Robin van Persie hefur bundið enda á sögusagnir um að hann kynni að yfirgefa Emirates-leikvanginn í sumar með því að gera langtímasamning við Arsenal.

„Ég er búinn að vera hjá Arsenal í fimm ár og þetta er frábært félag með bjarta framtíð sem ég vill vera hluti af. Félagið er með frábæran knattspyrnustjóra, efnilegan leikmannahóp og frábæra stuðningsmenn," segir van Persie í viðtali á opinberri heimsíðu Arsenal.

Van Persie kom til Arsenal frá Feyenoord árið 2004 og hefur skorað 63 mörk í 177 leikjum fyrir Lundúnafélagið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×