Enski boltinn

Bolton stefnir á að bæta við sex leikmönnum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gary Megson.
Gary Megson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Gary Megson hjá Bolton er hvergi nærri hættur á leikmannamarkaðnum í sumar eftir að hafa fengið Sean Davis á frjálsri sölu frá Portsmouth.

Raunar vonast Megson til þess að fá eina sex leikmenn til viðbótar á Reebok-leikvanginn.

„Við erum búnir að fá Sean og ég myndi vilja fá sex leikmenn í viðbót. Við erum búnir að bjóða í Ferrie Bodde hjá Swansea og Paul Robinson hjá WBA og erum að bíða hvað kemur út úr því. Við munum annars bara halda áfram að leita ef ekkert gerist í þessum málum," segir Megson í samtali við Sky Sports fréttastofuna.

Bolton hefur meðal annars verið orðað við Gelson Fernandes hjá Manchester City og Joathan Greening hjá WBA.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×