Innlent

Kjarvalsmálsverkið 5 til 7 milljóna króna virði

Tryggvi Páll Friðriksson, uppboðshaldari hjá Gallerí Fold, áætlar að verk eftir Jóhannes Kjarval sem stolið var á Kjarvalsstöðum í gær sé 5-7 milljóna króna virði. Hann telur að virði þess hafi verið ennþá meira þegar góðærið var hvað mest.

Einu þekktasta málverki Kjarvals, Á hulduströnd, var stolið af Kjarvalsstöðum í gær. Ungt par gekk inn á safnið laust eftir klukkan tvö og tók eitt af verkum listamannsins úr sýningarsal og hafði á brott með sér. Skömmu síðar áttaði safnvörður sig á því hvað hefði gerst og kallaði til lögreglu sem handtók fólkið nokkru síðar og endurheimti málverkið.

Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að farið verði yfir verklag á Kjarvalsstöðum og öðrum listasöfnum borgarinnar í kjölfar þessa atburðar. Hann segir að málverkið, Á hulduströnd, sé afar merkilegt og vel þekkt. Það sé gott dæmi um mismunandi þætti í list Jóhannesar Kjarvals.




Tengdar fréttir

Kjarvalsmálverki stolið á Kjarvalsstöðum

Málverki eftir Kjarval var stolið um hábjartan dag á Kjarvalsstöðum í gær þegar karlmaður gekk inn á safnið laust eftir klukkan tvö og tók eitt af verkum listamannsins sem var í sýningarsal og hafði á brott með sér ásamt öðrum manni.

Kjarvalsmálverkið var ekki fest við vegg

Málverkið eftir Jóhannes Kjarval sem stolið var á Kjarvalsstöðum í gærdag var ekki fest við vegg, segir safnstjóri. Skömmu eftir ránið voru tveir einstaklingar handteknir og síðar um daginn fannst málverkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×