United náði aftur sjö stiga forskoti 4. mars 2009 21:47 Wayne Rooney skoraði fallegt mark fyrir Manchester United í kvöld AFP Mikið var um að vera í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Manchester United náði aftur sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar með 2-1 sigri á Newcastle á útivelli. Leikurinn á St. James´ Park byrjaði mjög fjörlega og það var Peter Lövenkrands sem kom heimamönnum yfir strax á níundu mínútu þegar hann nýtti sér sjaldgæf mistök frá Edwin van der Sar í marki United. Hollendingurinn náði ekki að halda langskoti frá Jonas Gutierrez og eftirleikurinn var Lövenkrands auðveldur. Meistararnir voru þó ekki af baki dottnir og á 20. mínútu jafnaði Wayne Rooney metin með glæsilegu marki. United náði betri tökum á leiknum eftir því sem á leið og það var Búlgarinn Dimitar Berbatov sem tryggði liðinu sigurinn með marki á 56. mínútu. United hefur sem fyrr segir sjö stiga forskot á Chelsea og Liverpool í deildinni og á leik til góða þegar tíu umferðir eru eftir. Manchester City vann góðan 2-0 sigur á Aston Villa á heimavelli sínum með mörkum frá Elano og Shaun Wright-Phillips og setti þar með stórt strik í Meistaradeildarvonir Villa-manna. Aston Villa er enn í fjórða sæti deildarinnar en er nú aðeins þremur stigum á undan Arsenal sem er í fimmta sætinu. Villa hafði unnið sjö útileiki í röð fyrir leik kvöldsins. Carlton Cole var bæði hetjan og skúrkurinn í liði West Ham í kvöld þegar hann tryggði Hömrunum 1-0 útisigur á Wigan. Cole skoraði laglegt mark í fyrri hálfleik og var skömmu síðar rekinn af velli með sitt annað gula spjald. Annan leikinn í röð missti West Ham mann meiddan af velli. Jack Collison var borinn sárþjáður af velli eftir að hafa meiðst á hné. Stoke vann annan sigur sinn í síðustu fjórtán leikjum þegar liðið skellti Bolton 2-0 á heimavelli sínum. James Beattie skoraði sitt fimmta mark í sjö leikjum fyrir Stoke og kom liðinu yfir á 14. mínútu. Það var svo Ricardo Fuller sem innsiglaði sigurinn á 73. mínútu. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton en var skipt af velli á 81. mínútu. Tottenham jafnaði sig eftir bikarvonbrigðin um helgina þegar liðið fékk Middlesbrough í heimsókn og vann 4-0 sigur. Robbie Keane skoraði sitt fyrsta mark fyrir Spurs frá því hann kom aftur til félagsins og félagi hans í framlínunni Roman Pavlyuchenko eitt. Aaron Lennon skoraði tvívegis. Hull City vann þýðingarmikinn og dramatískan sigur á Fulham á útivelli 1-0 þar sem Manchester United-maðurinn Manucho skoraði sigurmarkið í blálokin. Blackburn Rovers og Everton skildu jöfn á Ewood Park þar sem Blackburn krækti í mikilvægt stig í botnbaráttunni. Staðan í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Mikið var um að vera í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Manchester United náði aftur sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar með 2-1 sigri á Newcastle á útivelli. Leikurinn á St. James´ Park byrjaði mjög fjörlega og það var Peter Lövenkrands sem kom heimamönnum yfir strax á níundu mínútu þegar hann nýtti sér sjaldgæf mistök frá Edwin van der Sar í marki United. Hollendingurinn náði ekki að halda langskoti frá Jonas Gutierrez og eftirleikurinn var Lövenkrands auðveldur. Meistararnir voru þó ekki af baki dottnir og á 20. mínútu jafnaði Wayne Rooney metin með glæsilegu marki. United náði betri tökum á leiknum eftir því sem á leið og það var Búlgarinn Dimitar Berbatov sem tryggði liðinu sigurinn með marki á 56. mínútu. United hefur sem fyrr segir sjö stiga forskot á Chelsea og Liverpool í deildinni og á leik til góða þegar tíu umferðir eru eftir. Manchester City vann góðan 2-0 sigur á Aston Villa á heimavelli sínum með mörkum frá Elano og Shaun Wright-Phillips og setti þar með stórt strik í Meistaradeildarvonir Villa-manna. Aston Villa er enn í fjórða sæti deildarinnar en er nú aðeins þremur stigum á undan Arsenal sem er í fimmta sætinu. Villa hafði unnið sjö útileiki í röð fyrir leik kvöldsins. Carlton Cole var bæði hetjan og skúrkurinn í liði West Ham í kvöld þegar hann tryggði Hömrunum 1-0 útisigur á Wigan. Cole skoraði laglegt mark í fyrri hálfleik og var skömmu síðar rekinn af velli með sitt annað gula spjald. Annan leikinn í röð missti West Ham mann meiddan af velli. Jack Collison var borinn sárþjáður af velli eftir að hafa meiðst á hné. Stoke vann annan sigur sinn í síðustu fjórtán leikjum þegar liðið skellti Bolton 2-0 á heimavelli sínum. James Beattie skoraði sitt fimmta mark í sjö leikjum fyrir Stoke og kom liðinu yfir á 14. mínútu. Það var svo Ricardo Fuller sem innsiglaði sigurinn á 73. mínútu. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton en var skipt af velli á 81. mínútu. Tottenham jafnaði sig eftir bikarvonbrigðin um helgina þegar liðið fékk Middlesbrough í heimsókn og vann 4-0 sigur. Robbie Keane skoraði sitt fyrsta mark fyrir Spurs frá því hann kom aftur til félagsins og félagi hans í framlínunni Roman Pavlyuchenko eitt. Aaron Lennon skoraði tvívegis. Hull City vann þýðingarmikinn og dramatískan sigur á Fulham á útivelli 1-0 þar sem Manchester United-maðurinn Manucho skoraði sigurmarkið í blálokin. Blackburn Rovers og Everton skildu jöfn á Ewood Park þar sem Blackburn krækti í mikilvægt stig í botnbaráttunni. Staðan í ensku úrvalsdeildinni
Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira