Enski boltinn

Ashley að hætta við að selja Newcastle og mun ráða O'Leary sem stjóra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David O'Leary var síðast stjóri hjá Aston Villa árið 2006.
David O'Leary var síðast stjóri hjá Aston Villa árið 2006. Mynd/AFP

Mike Ashley, eigandi Newcastle United, er að endurskoða þá ákvörðun sína að selja enska b-deildarfélagið og er farinn að velta því fyrir sér að vera áfram við stjórnvölinn á St James' Park. Þetta kemur fram á BBC.

Mike Ashley vill ekki selja félagið ódýrt og þar sem að það stefnir í að hann fá ekki nægilega gott tilboð í Newcastle þá telur hann að það sé alveg eins gott að byggja félagið upp á nýjan leik eftir að það féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Það fylgir líka sögunni að ef hann verður áfram þá muni hann ráða David O'Leary sem stjóra liðsins. David O'Leary hefur verið án starfs síðan að hann hætti með Aston Villa árið 2006 en hann hafði áður verið stjóri Leeds United.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×