Enski boltinn

Lucas Neill enn að bíða eftir West Ham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Lucas Neill.
Lucas Neill. Nordic photos/Getty images

Umboðsmaður ástralska varnarmannsins Lucas Neill hjá West Ham segir skjólstæðing sinn enn vera að bíða eftir betra samningsboði frá Lundúnafélaginu áður en hann ákveður að yfirgefa félagið.

Neill verður samningslaus í sumar og West Ham er þegar búið að bjóða honum nýjan samning, sem fyrirliðinn hafnaði.

„Lucas myndi gjarnan vilja vera áfram hjá West Ham því hann er ánægður hjá félaginu og fjölskyldu hans líður vel í Lundúnum. Við munum bíða áfram í eina viku eftir betra samningsboði frá félaginu áður en við skoðum aðra möguleika. Það eru félög á Englandi og einnig í suður-Evrópu sem hafa spurst fyrir um hann," segir Paddy Dominguez.

Galatasaray í Tyrklandi er sagt hafa mikinn áhuga á að fá Neill í sínar raðir en háar launakröfur kappans verða eflaust til þess að minnka áhuga einhverja félaga á honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×